Þróttur Íslandsmeistari 2013: Myndir og umfjöllun

blak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpg
Þróttur Neskaupstað fagnaði í dag Íslandsmeistaratitlinum í blaki kvenna eftir 3-2 sigur á HK á heimavelli. Þróttur vann fyrstu tvær hrinurnar og virtist með kverkatak á gestunum en spiluðu skelfilega í næstu tveimur. Sigurinn hafðist þó í oddahrinunni.

Þróttarliðið tók strax frumkvæðið í leiknum og vann fyrstu hrinu 25-18. Allt virtist stefna í sömu átt í annarri hrinu. Lið komst í 5-0 og svo 15-8. Liðið spilaði frábærlega og hávörnin varði flest það sem HK hafði fram að færa.

Þá kom Natalia Ravva, þjálfari HK inn á og við það breyttist leikurinn nokkuð. Að sama skapi hreiðruðu um sig þau vandræði í móttöku og kæruleysi sem næstum urðu liðinu að falli. HK minnkaði muninn í 19-17 og svo 23-22. Síðasta stigið hafðist með smassi í hávörn HK og út.

Í þriðju hrinu var jafnt í blábyrjun áður en HK breytti stöðunni úr 4-4 í 4-14. Sóknarleikur Þróttar var slappur, leikmennirnir stukku upp en hittu ekki boltann til að ná almennilegum smössum. Í þau skipti sem leikmennirnir hittu boltann var hávörn HK til staðar.

Eftir leikhlé skoraði Þróttur tvö stig í röð en þá svaraði HK aftur fyrir sig með fimm stigum og komst í 6-19. Þá rankaði Þróttarliðið við sér og náði með frábærum kafla að minnka muninn í fimm stig áður en HK hafði loks 20-25 sigur í hrinunni.

Fjórða hrinan af afleit hjá Þrótti. HK skoraði fyrstu fimm stigin, Þróttur svaraði með tveimur eftir leikhlé en þá sat allt stopp. Þróttarstelpur töldu sig vera að fagna sínu fimmta stigi þegar HK skoraði í raun sitt nítjánda þar sem boltinn var dæmdur þeirra.

HK náði mest átján stiga forustu, 4-22 en Þrótti tókst að lokum að minnka muninn. Tvær síðustu uppgjafir Þróttar í hrinunni, sem HK vann 8-25, fóru yfir völlinn.

Eðlilega fór um þá fjölmörgu áhorfendur sem troðfylltu íþróttahúsið í Neskaupstað og studdu lið sitt vel allan tíman. Svipurinn á þeim breyttist úr ánægju og sigurvissu í undrun og áhyggju. Upp spruttu þriggja vikna gamlar minningar, jafnt hjá áhorfendum sem leikmönnum beggja liða, um eina tapleik Þróttar á tímabilinu – gegn HK í úrslitum bikarkeppninnar.

Þar hafði Þróttur, líkt og í dag, yfirspilað HK í fyrstu tveimur hrinunum en leikur liðsins síðan algjörlega hrunið og liðið tapaði. Ekki bætti úr skák að Lauren Laquerre, helsti stigaskorari Þróttar í vetur, tognaði á mjöðm í öðrum leik liðanna og átti því erfiðra með uppstökkin en ella.

En þeir segja að eldingu slái aldrei niður á sama staðinn tvisvar og HK gat ekki endurtekið flóttann mikla. Þróttur lenti undir, 2-3 í þriðju hrinunni en snéri blaðinu við og náði 9-4 forustu. HK náði aðeins að krafla í bakkann í lokin en sigurinn var Þróttar, 15-8 og 3-2 í hrinum talið.

Lauren Laquerre skoraði 20 stig fyrir Þrótt í dag og Hulda Elma Eysteinsdóttir 15 stig. Elsa Sæný Valgeirsdóttir var með 15 stig fyrir HK og Þórey Haraldsdóttir 12 stig.
 
blak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013_0005_web.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpgblak_throttur_hk_meistarar_06042013.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.