Nestaksmótið í pílukasti það fyrsta af mörgum

Nestaksmótið í Pílukasti fór fram á dögunum og er þetta fyrsta mótið haldið af Pílukastfélagi Fjarðabyggðar sem stofnað var í fyrra. Ellefu manns tóku þátt og sigurvegari mótsins var Sævar Steinn Friðriksson.


Á eftir Sævari Steini varð Sebastian Seba í öðru sæti og Eiríkur Simonsen í því þriðja.

„Þetta gekk vonum framar. Það voru flott tilþrif sem sáust. Við byrjuðum að kasta klukkan eitt og mótið kláraðist svo að verða sjö um kvöldið,“ segir Friðrik Rokk Kristinsson forsvarsmaður Pílukastfélagsins.

Hann segir þátttakendur flesta vera frá Neskaupstað en einn gerði sér lítið fyrir keyrði fram og til baka frá Skriðdal, um það bil 200 km til að taka þátt.

„Þetta er fyrsta formlega mótið sem við höldum og við erum að vinna í því að fá styrki til að halda páskamót. Stefnan er sem sagt að halda stærri mót sem opin eru öllum eins Nestaksmótið núna.“

Pílukastfélagið fékk styrk frá fyrirtækinu Nestak til að kaupa verðlaunagripi. „Þeir hafa sýnt áhuga að gera þetta árlega og eiga mikið hrós skilið fyrir hjálpina.“

Friðrik vill endilega hvetja fólk til að koma prufa. „ Við erum að glíma við algjört lúxusvandamál því húsnæðið er eiginlega orðið allt of lítið. Það er alltaf gaman fá nýtt fólk og við segjum ekki nei við neinn. Allir velkomnir.“

 

Sigurvegarar Nestaksmótsins. Mynd: Friðrik Rokk Kristinsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.