Lygilegt að fá að spila körfubolta fyrir landið mitt

andres_kristleifs_nm2011_web.jpg

Andrés Kristleifsson og Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmenn úr 10. flokki Hattar, léku með íslenska U-16 ára landsliðinu til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn um helgina.

 

Í úrslitaleiknum tapaði íslenska liðið fyrir því finnska 84-67 en mótið fór fram í Svíþjóð. Andrés segist mjög þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.

„Mér fannst rosalega gaman að spila á móti og ég efast ekki um að Eysteinn hafi fundist það líka,“ sagði Andrés í samtali við Agl.is.

„Þetta er alveg klikkað tækifæri sem ekki hver sem er fær. Mér fannst lygilegt að heyra þjóðsönginn fyrir leikina og fá svo að spila körfubolta fyrir landið mitt. Þessari reynslu gleymi ég aldrei.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.