Óli Bragi varði torfærutitilinn

olafur_bragi_jonsson.jpg
Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþróttafélaginu START, varði nýverið Íslandsmeistaratitil sinn í flokki sérútbúinna bifreiða í torfæru akstri. Hann segir miklu máli skipta að hafa góða aðstoðarmenn sem haldi bílnum gangandi.

Ólafur Bragi innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með sigri í tveimur síðustu keppnum ársins, sem fram fóru á Akureyri. Hann varði titilinn frá í fyrra, þrátt fyrir að sleppa tveimur fyrstu keppnum ársins sem haldnar voru í Vestmannaeyjum og Reykjavík en alls voru sex umferðar í mótinu í ár. 

Dýrt er að halda úti liði í torfærunni og segir Ólafur Bragi mikilvægt að hafa styrktaraðila sem geri honum kleift að mæta til keppni. „Svo skiptir miklu máli að eiga góða aðstoðarmenn sem geta græjað bílinn almennilega svo hann gangi í tvær keppnir.“
 
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.