Kristín Salín: Við vorum bara að gera þetta áhorfendavænt

blak_throttur_hk_meistarar_06042013_0239_web.jpg
Kristín Salín Þórhallsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Þróttar í blaki, fagnaði í gær sínum þriðja Íslandsmeistaratitli eftir 3-2 sigur á HK í æsilegum leik í Neskaupstað. Hún segir hafa verið erfitt að vera inn á fjórðu hrinu þegar allt gekk á afturfótunum hjá Þrótti.
 
„Við vorum algjörlega að gera þetta áhorfendavænt. Það er hundleiðinlegt að koma og horfa á 3-0 leik,“ sagði Kristín í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Í stöðunni 2-0 virtist Þróttur með unninn leik í höndunum. Næstu tvær voru hins vegar skelfilegar hjá liðinu. „Við spiluðum vel fyrstu tvær hrinurnar en misstum niður móttökuna í næstu tveimur.“

Liðið náði að rífa sig upp og vinna oddahrinuna sannfærandi. „Það er hundleiðinlegt að vera inn á þegar maður er svona langt undir,“ segir Kristín en fjórða hrinan tapaðist með tæplega tuttugu stiga mun.

„Ég fékk að fara aðeins út af og það hjálpaði mér til að núllstilla mig. Við nýttum hléið milli hrina þannig að þeim sem lá eitthvað á brjósti fengu að tala og koma út pirring. Síðan ákváðum við að standa saman sem lið og taka þetta.“

Það gekk upp og þriðji Íslandsmeistaratitill Kristínar kom í hús. „Ég hef tvisvar áður orðið Íslandsmeistari á afmælisdeginum mínum, 16. apríl. Þess titill er því óvenju snemma á ferðinni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.