Kristín Embla valin glímukona ársins

Kristín Embla Guðjónsdóttur úr Ungmennafélaginu Val Reyðarfirði hefur verið valin glímukona ársins af stjórn Glímusambands Íslands.

Kristín Embla, sem er 22ja ára, hefur verið ein fremsta glímukona landsins undanfarin ár. Á þessu ári sigraði hún í Íslandsglímunni, sem fram fór á Reyðarfirði og varð þar með Glímudrottning Íslands í annað sinn.

Fram kemur í samantekt Glímusambandsins að Kristín Embla hafi orðið í efstu sætunum tveimur á flestum mótum ársins en keppnin í kvennaflokki hefur verið afar jöfn og hörð á árinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.