Körfubolti: Sannfærandi sigur í síðasta deildarleiknum – Myndir

Höttur lauk deildarkeppninni í fyrstu deild karla í körfuknattleik á sannfærandi hátt þegar liðið vann Selfoss 96-66 á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Liðið mæti Hamri úr Hveragerði í undanúrslitum.

Sjaldan hefur verið á vísan að róa með leik Hattar í vetur. Liðið hefur spilaði glimrandi vel einn daginn en verið á hælunum þann næsta. Þannig hafði liðið tapað báðum leikjum sínum gegn Selfossi fyrir í vetur, þótt Selfoss væri alltaf á hælum liðanna fimm sem börðust um sætin í úrslitakeppninni.

Hetti gekk allt í hag fyrstu mínúturnar á föstudag og komst í 17-2. Öll skot liðsins duttu niður en ekkert hjá gestunum.

Lið Selfoss er ungt og hefði vel getað brotnað við þessa ágjöf en þriggja stiga skyttur þess hrukku í gírinn og skoruðu níu stig í röð til að breyta stöðunni í 17-12.

Minnstur varð munurinn 23-19, akkúrat þegar fyrsta leikhluta lauk. Eftir það hafði Höttur hins vegar nokkuð örugg tök á leiknum og jók muninn jafnt og þétt. Í hálfleik var staðan 49-35 og 74-51 eftir þann þriðja.

Leiknum lauk svo með að Steinar Bragi Jónsson skoraði sín fyrstu stig í meistaraflokki um leið og leiktíminn rann út til að tryggja Hetti 30 stiga sigur. Stigahæstur Hattarmanna var samt Eysteinn Bjarni Ævarsson með 20 stig.

Þurfa að vinna Hamar hvort sem er

„Það skiptir okkur máli að fá frammistöðu hér í kvöld til að koma okkur aftur á beinu brautina og hún var á stórum hluta fín. Það má ekki gleyma að þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum Selfoss í vetur.

Fyrsti leikhluti var skorpukenndur en þannig ganga körfuboltaleikir. Við verðum að vinna áfram í okkar leik, að lengja góðu kaflana og stytta þá slæmu og ég var ánægður með orkuna í liðinu í dag.“

Höttur endaði í fjórða sæti deildarinnar en fimm efstu liðin spila úrslitakeppni um hvert þeirra fylgir Þór Akureyri upp í úrvalsdeildina. Höttur byrjar úrslitakeppnina á móti Hamri í Hveragerði, sem náði þriðja sætinu, næsta fimmtudag.

„Hamar vann okkur tvisvar hér í vetur og við þá einu sinni í Hveragerði svo það er kannski jákvætt að þeir eigi heimaleikjaréttinn. Hamarsliðið er gott og hefur spilað vel eftir áramót. Í okkar hóp er tilhlökkun, við þurfum í gegnum Hamar ef við ætlum upp um deild og það skiptir ekki máli hvort það er í undanúrslitum eða úrslitum.“

Karfa Hottur Selfoss Mars19 0002 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0005 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0010 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0025 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0027 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0029 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0031 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0043 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0046 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0051 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0056 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0058 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0071 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0074 Web
Karfa Hottur Selfoss Mars19 0084 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar