Knattspyrna: KFA afgreiddi Hött/Huginn með þremur mörkum á átta mínútum - Myndir

Knattspyrnufélag Austfjarða er komið í 8 liða úrslit bikarkeppni neðri deilda karla eftir 3-0 sigur á Hetti/Huginn á Eskifjarðarvelli í gærkvöldi.

KFA gerði út um leikinn með þremur mörkum á átta mínútum undir lok fyrri hálfleiks. Það fyrsta skoraði Esteban Selpa með skoti utan teigs á 30. mínútu.

Skömmu áður hafði hlaupið hiti í leikinn eftir harkalega tæklingu á Brynjar Þorra Magnússon, leikmann Hattar/Hugins. Við það virtist einbeiting gestanna dala. Brynjar Þorri haltraði áfram en fór meiddur út í hálfleik.

Þá hafði KFA skorað tvö mörk í viðbót. Danilo Milenkovic skoraði það fyrra á 37. mínútu þegar hann fylgdi eftir vítaspyrnu Marteins Más Sverrissonar sem Aleksandar Marinkovic hafði varið en fyrir markið. Mínútu síðar kom þriðja markið þegar Aleksandar misreiknaði hornspyrnu og Unnar Ari Hansson skallaði boltann inn af fjærstöng.

Um er að ræða nýja keppni sem kennd er við vefinn Fotbolti.net. Þar keppa lið úr 2. 3. og 4. deild. Austfjarðaliðin tvö eiga næst leiki í 2. deildinni á þriðjudag. Fjarðabyggð heimsækir Fjallabyggð en Höttur/Huginn tekur á móti Völsungi.

Myndir: Unnar Erlingsson

IMG 7435 Web
IMG 7462 Web
IMG 7467 Web
IMG 7472 Web
IMG 7498 Web
IMG 7508 Web
IMG 7511 Web
IMG 7544 Web
IMG 7589 Web
IMG 7598 Web
IMG 7655 Web
IMG 7666 Web
IMG 7694 Web
IMG 7703 Web
IMG 7726 Web
IMG 7753 Web
IMG 7766 Web
IMG 7821 Web
IMG 7837 Web
IMG 7860 Web
IMG 7873 Web
IMG 7874 Web
IMG 7886 Web
IMG 7917 Web
IMG 7919 Web
IMG 7960 Web
IMG 7964 Web
IMG 7993 Web
IMG 8044 Web
IMG 8055 Web
362052462 257863286959273 862028212838802517 N
IMG 7543 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.