Karfa: Fyrsti leikurinn gegn Hamri í kvöld

karfa_hottur_hamar_des12_0092_web.jpg
Höttur hefur þátttöku sína í úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar liðið heimsækir Hamar í Hveragerði í kvöld. Fyrirliði liðsins segir það vel undirbúið en leikmenn þessu æfðu alla páskahátíðina.
 
„Við æfðum alla daga páskafrísins nema á föstudaginn langa. Við ákváðum að fara rólega í páskaeggin. Nema Benni (Benedikt Guðgeirsson Hjarðar), hann talaði um að hafa fengið „páskaeggja overload“ en það skiptir litlu máli þar sem hann er orkumeiri en allir í liðinu til samans!“ segir Andrés Kristleifsson sem er fyrirliði liðsins ásamt Benna.

Liðin hafa skipst á sigrum í vetur og unnið sinn útileikinn hvort. Hamar vann 73-88 á Egilsstöðum en Höttur hefndi sín rækilega með 66-106 rústi í Hveragerði í mars.

„Við erum allir vel stemmdir og klárir í leikinn. Við erum búnir að kortleggja Hamarsmenn og vitum allir okkar hlutverk í liðinu. Það eru allir heilir heilsu og við komum brjálaðir til leiks í kvöld.“

Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslit um laust sæti í úrvalsedild. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.