Hollenskur landsliðsmaður til Hattar

Hollenski körfuknattleiksmaðurinn Bryan Alberts hefur samið við Hött um að leika með liðiu í úrvalsdeildinni út leiktíðina.

Þetta var staðfest í gær. Alberts verður þótt ekki gjaldgengur í leikinn gegn Haukum annað kvöld. Hann kemur ekki til landsins fyrr en á mánudag og þarf þá að fara í sóttkví áður en hann getur hafi æfingar með Hetti.

Eftir leikinn gegn Haukum verður gert hlé á deildinni vegna landsleika. Alberts spilar því ekki með Hetti fyrr en gegn Keflavík þann 28. febrúar.

Bryan er bandarískur en með hollenskt ríkisfang og á að baki leiki með hollenska landsliðinu. Hann spilaði háskólabolta í Bandaríkjunum en lék síðast með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skilaði þar 11,2 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik í stöðu skotbakvarðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.