Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við íþróttamiðstöðina

Fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi, sem rísa mun við ytri enda núverandi íþróttahúss á Egilsstöðum, var tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur heldur utan um framkvæmdina fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

„Hugmyndin er að fá fólk til að vinna fyrir félagið og það sé tilbúið að gera það þannig ódýrar en um væri að ræða sveitarfélagið,“ segir Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar.

Í síðustu viku var samið við Austurverk um jarðvegsvinnu. Hún hefst í vikunni og verður unnin í vetur þannig að hægt verði að byrja að steypa upp undirstöður næsta vor.

Húsið sjálft á síðan að rísa á seinni hluta ársins 2019 og vera afhent sveitarfélaginu til ráðstöfunar árið 2020. Þaðan kemur fjármagnið er áætlað er að húsið sjálft kosti 230 milljónir króna. Fyrirkomulag sem þetta, þar sem íþróttafélög reisa íþróttamannvirki og afhenda síðan sveitarfélögum, hefur tíðkast á nokkrum stöðum á landinu.

Ekki er fyllilega ákveðið hvaða byggingarefni verði fyrir valinu en Davíð segir að vinna við efnisval og hönnun sé á lokametrunum.

Í viðbyggingunni verður 1000 fermetra íþróttasalur. Í honum verður sérútbúin aðstaða til fimleikaiðkunar ásamt fjórum hlaupabrautum og stökkgryfju til æfingar í frjálsíþróttum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.