Formaður UMFÍ: Austfirðingar eru staðráðnir í að halda besta Unglingalandsmótið

umfi_uia_ulm_borgarafundur_03032011_0002_web.jpgHelga Guðjónsdóttir, formaður Ungmennafélags Íslands, segist finna fyrir krafti meðal mótshaldara Unglingalandsmóts sambandsins sem verður á Fljótsdalshéraði í sumar. Borgarafundur þar sem mótið var kynnt var haldinn á Egilsstöðum í gærkvöldi.

 

Á fundinum var meðal annars undirritaður samningur milli sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, UMFÍ og UÍA um mótið. Fljótsdalshérað leggur til aðstöðu og ýmsa þjónustu en UÍA heldur mótið. Áætlað er að um 3-400 sjálfboðaliðar komi að mótinu um verslunarmannahelgina.

umfi_uia_ulm_borgarafundur_03032011_0043_web.jpgHelga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ sagðist finna fyrir krafti meðal mótshaldara á svæðinu sem hún sagði „staðráðna í að halda besta Unglingalandsmót sem haldið hefur verið.“

Á fundi undirbúningsnefndar í gær var gengið frá ráðningu verkefnisstjóra, Heiðar Vigfúsdóttur, sem kemur til starfa síðar í mánuðinum. Enn hafa keppnissvæði í knattspyrnu og mótorkrossi ekki verið staðfest en þau mál eru í vinnslu.

umfi_uia_ulm_borgarafundur_03032011_0022_web.jpgBúist er við að um 8000-10.000 gestir sæki mótið. Gert er ráð fyrir 1200-1700 keppendum en metþáttaka, 1700 manns, var í Borgarnesi í fyrra. Mótshaldarar óttast ekki að fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu dragi úr hug gesta. Þvert á móti er mótið orðið fastur liður í sumarferðum margra fjölskyldna og starfi héraðssambanda. Margir hlakki til að heimsækja Fljótsdalshérað í fyrsta sinn. Nýjar keppnisgreinar hafa bæst við en í ár verður í fyrsta sinn keppt í fimleikum.

Nýir samstarfsaðilar hafa verið kynntir til sögunnar sem eru Eimskip og Alcoa. Auglýst hefur verið eftir félagasamtökum sem áhuga hafa á veitingasölu á mótinu en hún hefur oft reynst þeim drjúg. Áfram verður rætt við heimamenn um ýmsa þjónustu sem viðvíkur mótinu og verða verslanir meðal annars opnar lengur. Mótið verður nánar rætt á ársþingi UÍA sem haldið verður á Eskifirði á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.