Fagnið tileinkað puttabrotnum liðsfélaga
Högni Helgason segir fagn sitt, eftir að hafa skorað sigurmark Hattar gegn Víði í kvöld, hafa verið tileinkað samherja hans sem varð fyrir því óláni að puttabrjóta sig.

„Fagnið er tileinkaði Antoni Ástvaldssyni sem negldi á puttann á sér og braut hann vikunni. Hann fékk aðsvif þegar hann leit á fingurinn,“ sagði Högni í samtali við Agl.is eftir leikinn.
Högni skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir Hött í fjögur ár en hann er samningsbundinn Breiðabliki og er lánsmaður hjá Hetti. „Þetta er geggjuð tilfinning að hafa skorað. Ég man ekki hvenær ég skoraði seinast fyrir Hött.“