Fagnið tileinkað puttabrotnum liðsfélaga

Högni Helgason segir fagn sitt, eftir að hafa skorað sigurmark Hattar gegn Víði í kvöld, hafa verið tileinkað samherja hans sem varð fyrir því óláni að puttabrjóta sig.

 

hottur_vidir_0049_web.jpgMarkið kom um miðjan seinni hálfleik en Högni skoraði eftir góða sendingu frá hægri. Hann hljóp út til hliðar, horfði smá stund á fingurinn á sér áður en hann lagðist í grasið og félagar hans fylgdu á eftir.

„Fagnið er tileinkaði Antoni Ástvaldssyni sem negldi á puttann á sér og braut hann vikunni. Hann fékk aðsvif þegar hann leit á fingurinn,“ sagði Högni í samtali við Agl.is eftir leikinn.

Högni skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir Hött í fjögur ár en hann er samningsbundinn Breiðabliki og er lánsmaður hjá Hetti. „Þetta er geggjuð tilfinning að hafa skorað. Ég man ekki hvenær ég skoraði seinast fyrir Hött.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.