Erna kláraði báðar ferðar

Erna Friðriksdóttir, skíðakona úr Fellabæ, kláraði báðar ferðarnar í svigi kvenna á vetrarólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Vancouver í Kanada. Erna er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í alpagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra.

 

erna_fridriksdottir.jpgTími Ernu í fyrri ferðinni var 2:04,05 mínútur og var hún í fjórtánda sæti eftir hana. Tími hennar í seinni ferðinni var 2:40,74 mínútur og samanlagður tími 4:44,79 en Erna endaði í ellefta sæti. Erna var 2:32,74 mínútum á eftir sigurvegaranum, Claudio Loesch frá Austurríki.

Sautján keppendur mættu til leiks en sex féllu úr leik. Erna keppir næst í stórsvigi á þriðjudag.

Úrslitin frá í dag má finna hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.