Bogfimi: Fern verðlaun austur á Íslandsmóti unglinga

Ungmenni úr Skotíþróttafélagi Austurlands (SKAUST) fengu fern verðlaun á Íslandsmóti U-16 og U-18 ára sem haldið var fyrr í mánuðinum.

Bestu árangri náðu Helga Bjarney Ársælsdóttir sem keppti til úrslita í sveigboga kvenna U-16 ára. Þar var jafnt eftir venjulegan leik og þurfti því að grípa til bráðabana.

Þar skýtur hvor keppandi einni ör að skotmarkinu og vinnur sá sem er nær miðju. Ör keppinautar Helgu Bjarneyjar var 1,5 millimetra nær miðjunni. Helga Bjarney tók einnig bronsverðlaun í keppni U-16 ára með sveigboga.

Í keppni U-18 ára, óháð kyni, varð Viren Reardon í þriðja sæti með trissuboga. Manuel Arnar Logi Ragnarsson varð einnig þriðji í karlaflokki U-16 ára með trissuboga.

Mótið var hið fyrsta sem keppendur SKAUST mættu til í nýjum félagsbúningum.

Mynd: Bogfimisamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.