Blak: Þróttur vann Stálúlf í fyrstu umferð krossumferðar

Þróttur Neskaupstað vann Stálúlf 3-0 í fyrstu umferð krossumferðar úrvalsdeildar karla í blaki þegar liðin mættust í Neskaupstað í gær. Í krossumferðinni er leikið um laus sæti í úrslitakeppninni.

Þróttur endaði í sjötta sæti deildakeppninnar í vetur en Stálúlfur í sjöunda og síðasta sætinu. Nú hefur deildinni verið skipt í tvennt, þrjú efstu liðin spila um deildarmeistaratitilinn en fjögur neðstu sætin um þrjú laus sæti í sex liða úrslitakeppni.

Efstu tvö liðin fara beint í undanúrslit en hin fjögur spila um tvö sæti þar. Staða liðanna eftir krossumferðina ræður hvaða lið mætast í úrslitakeppninni.

Þróttur vann tiltölulega þægilegan sigur í gær í þremur hrinum, 25-22, 25-17 og 25-18. Hægt var að nýta tækifærið til að gefa yngri leikmönnum tækifæri.

Stigahæstir heimamanna voru Miguel Angel Ramos Melero með 15 stig og Jose Federico Ferron Martin með 13 en sá síðarnefndi var útnefndur maður leiksins.

Þróttarliðið hvílir nú í viku áður en það spilar tvo leiki í sömu ferðinni, fyrst gegn Vestra á Ísafirði og svo gegn HK í Kópavogi. Kvennaliðið tekur á móti HK á laugardag.

Jose Federico Martin í baráttu við Matheusz Blic. Mynd: Sigga Þrúða

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.