Blak: Þróttur í úrslit eftir sigur á baráttuglöðu HK-liði - Myndir

Lið Þróttar er komið í úrslit Íslandsmótsins í blaki eftir 3-1 sigur á HK í Neskaupstað í gærkvöldi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum. HK liðið seldi sig dýrt í leiknum en Þróttarliðið var sterkara þegar á reyndi. Þjálfari Þróttar var ánægður með hvernig liðið stóðst áhlaupið.

HK var með bakið uppvið vegg eftir tvo 3-0 yfirburða sigra Þróttar í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta hrinan gaf ekki beint fyrirheit um viðsnúning, Þróttur vann hana 25-15 og komu síðustu stigin meðan Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir gaf upp.

Þróttur tók forustuna í annarri hrinu og var þremur stigum yfir framan af. HK jafnaði og komst yfir 12-13. Þróttur tók þá leikhlé en fékk samt á sig tvö stig strax í viðbót. Borja Gonzales, þjálfari, tók þá annað leikhlé og tók þá aðeins við sér.

Öflug vörn HK var grunnurinn að góðu gengi á þessum kafla. Sérstaklega lék hávörnin vel á móti Paulu Gomez og voru tvær HK stelpur yfirleitt alltaf klárar þegar boltanum var spilað til Paulu.

Í stöðunni 19-20 varð nokkurra mínútna hlé á leiknum á meðan fundið var út úr sendiröð HK. Þróttur jafnaði strax í 20-20 en fékk síðan þrjú stig á sig. Þróttur skoraði þá stig og vann sendiréttinn en uppgjöf Önu Valal Vidal fór beint í netið og HK kláraði hrinuna 21-25.

HK hangir í

HK var yfir í byrjun þriðju hrinu en með öflugri vörn tók Þrótti að komast yfir og byggja upp fjögurra stiga forskot, 12-8. Í stöðunni 14-10 tók HK leikhlé og eftir það minnkuðu gestirnir muninn í 15-14.

Aftur var HK að spila frábæra vörn en þegar á leið efldist sóknarleikur Þróttar á meðan svo virtist sem baráttan væri farin að þreyta HK þannig að liðið gerði mistök sem það hafði ekki gert áður. Þróttur bjó loks til stuðpúða þegar liðið komst í 21-18 og vann hana 25-21 eftir að seiling var dæmd á HK.

Þróttur stakk af í byrjun fjórðu hrinu og komst í sex stiga forskot, 9-3. Hrafnhildur Ásta átti þá góðar uppgjafir sem HK var í mestu vandræðum með. Eftir leikhlé skoraði HK þrjú stig í röð og svo aftur fjögur til viðbótar til að jafna í 10-10.

Á kafla spilaðist leikurinn þannig að í hvert skipti sem Þróttur gat búið sér til meira en tveggja stiga forskot mistókst það á sama tíma og HK nýtti ekki tækifæri til að komast yfir. Aftur náði Þróttur tökum á leiknum í stöðunni 21-18 og kláraði hrinuna 25-20.

HK spilar alltaf góða vörn

HK er þar með úr leik en liðið getur horft jákvætt á baráttu sína í síðasta leiknum og oft á tíðum frábæran varnarleik. Þróttarliðið var hins vegar aðeins sterkt.

„Þetta var erfiður leikur í dag, þær komu til að berjast og skoruðu yfir 20 stig í þremur hrinum,“ sagði Borja eftir leikinn.

Þannig var það ekki í fyrstu leikjunum. „HK spilar alltaf vel gegn okkur, við fórum til dæmis í oddahrinu í úrslitaleik bikarkeppninnar. Við vissum því að þetta yrði erfið rimma og undirbjuggum okkur vel. Við réðum fyrstu tveimur leikjunum þar sem þær skoruðu varla 20 stig í hrinu.

HK spilar alltaf góða vörn en uppgjafir okkar valda þeim vandræðum. Tölfræðin segir okkur að við erum með mun betri uppgjafir en þær, jafnvel þær bestu í deildinni. Þegar við sendum á rétta staði kemur það okkur í betri stöðu til að sækja.“

Heimavöllurinn skiptir máli í úrslitunum

Þróttur var í gær án Heiðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem var veik en hún hafði verið næst stigahæst í fyrri leikjunum tveimur. „Ég hefði viljað klára leikinn fyrr, við vorum sex stigum yfir snemma í síðustu hrinunni en missum það niður. Við höfum ekki efni á að gera það.“

Þróttur mætir næst Aftureldingu í úrslitum sem sló Stjörnuna út í hinum undanúrslitunum. Fyrsti leikur liðanna verður í Neskaupstað næsta mánudagskvöld og fær það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki Íslandsmeistaratitilinn.

„Við munum nýta þessa viku sem við höfum til að undirbúa okkur vel. Okkur líst ágætlega á leikina, við höfum spilað vel gegn Aftureldingu í vetur. Ég tel okkur eiga góða möguleika á Íslandsmeistaratitlinum, sérstaklega því ef til oddaleiks kemur þá verður hann hér í Neskaupstað. Það skiptir máli að spila fyrir framan þetta frábæra fólk.“

Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0005 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0007 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0009 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0015 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0020 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0029 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0032 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0042 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0046 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0055 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0056 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0058 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0060 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0067 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0073 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0077 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0083 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0095 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0096 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0098 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0109 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0116 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0119 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0121 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0129 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0132 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0135 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0144 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0148 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0150 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0154 Web
Blak Throttur Hk Undanurslit April18 0162 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar