Blak: Fyrsti leikur Þróttar og HK í kvöld

_mg_0306.jpg
Þróttur tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í blaki í íþróttahúsinu í Neskaupstað í kvöld. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum.

Þróttur tryggði sér heimaleikjarétt með því að fara taplaust í gegnum deildarkeppnina. Þróttur vann þar báða leikina gegn HK örugglega, fyrst 1-3 í Kópavogi og síðan 3-0 heima.

HK liðið hefur annars eflst eftir því sem liðið hefur á leiktíðina og náði fram hefndum með sigri á Þrótti í úrslitum bikarkeppninnar nýverið í oddahrinu. Þróttur virtist þá með unninn leik í höndunum eftir að hafa unnið fyrstu hrinurnar tvær.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og er frítt á völlinn. Þróttarrásin sýnir leikinn beint á netinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.