Blak: Frítt á stórleikina gegn HK

throttur_hk_blak_april12_0012_web.jpg
Þróttur Neskaupstað tekur á móti HK í fyrstu deildum karla og kvenna í blaki á morgun. Í fyrstu deild karla í körfuknattleik heimsækir Höttur Þór á Akureyri.

Um stórleiki er að ræða í blakinu því HK og Þróttur berjast þar á toppnum, einkum í kvennaflokki. Þar hefur Þróttur fimm stiga forskot á Kópavogsliðið á toppnum. Sá leikur hefst klukkan 14:00.

Karlaleikurinn hefst 12:30. Þar er HK í efsta sæti en Þróttur búinn að vinna sig upp í það fjórða eftir frekar óvæntan sigur á Kópavogsliðinu í byrjun árs.

Körfuknattleikslið Hattar heldur norður til Akureyrar í kvöld til að spila við Þór í leik sem hefst klukkan 20:00. Höttur tapaði fyrsta leik sínum á árinu gegn Haukum í Hafnarfirði 87-67 fyrir viku. Höttur er í fjórða sæti, tveimur stigum á undan Þór.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.