Þróttarstúlkur komnar heim af Norðurlandamóti: Frábært að spila gegn sterkum andstæðingum

blak throttur hk meistarar 06042013 0241 webÞjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki segir liðið koma heim reynslunni ríkara eftir þrjá leiki á Norðurlandamótinu í blaki. Liðið virðist helst skorta leikæfingu.

„Þegar við spilum eins og við getum best erum við ekkert lakari en þessi lið. þegar við spilum illa erum við hinsvegar talvert lakari en þau þegar þau spila illa," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

„Við gerum aðeins fleiri mistök en andstæðingarnir í öllum fösum leiksins og það er dýrt gegn þetta sterkum liðum sem gera mjög fá mistök."

Liðið hóf leik gegn sænska liðinu Svedala á föstudagskvöld og tapaði honum 0-3. Á laugardag tapaði liðið 0-3 fyrir dönsku meisturunum í Holte sem héldu mótið. Lokaleikurinn var gegn Fredriksberg frá Danmörku á sunnudag. Það var besti leikur Þróttarliðsins þótt hann tapaðist 2-3.

„Það var frábært að spila þrjá leiki gegn sterkum andstæðingum þó að leikirnir hafi tapast," segir Matthías um ferðina.

Leikæfingin hafi verið það sem skildi á milli liðanna. „Fredriksberg var búið að leika 22 leiki frá 3 september, þegar kom að leiknum gegn okkur á sunnudaginn. Við vorum búin að spila fjóra leiki, þar af tvo um helgina í Danmörku.

Ég fullyrði að ef við hefðum verið búin að spila svipað marga leiki og Fredriksberg hefði leikurinn unnist örugglega, en ekki tapast naumlega 3-2."

Hann segir stemminguna í hópnum hafa verið mjög góða. Eftir frábæra ferð sé hins vegar erfitt að bíða eftir næsta leik sem sé ekki fyrr en 22. nóvember.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.