Þróttur farinn utan til þátttöku í Norðurlandamóti í blaki: Markmiðið að þróa liðið

blak throttur hk meistarar 06042013 0303 webÍslandsmeistaralið Þróttar í blaki kvenna flaug í morgun til Danmerkur þar sem liðið tekur þátt í Norðurlandamóti um helgina. Þjálfari liðsins býst við erfiðri helgi með miklu leikjaálagi og sterkum mótherjum.

„Markmiðið með þátttöku í mótinu er að þróa okkar lið og leikmenn enn frekar með nýjum áskorunum. Þátttakan í þessu móti kemur til með að nýtast okkur vel í Íslandsmótinu og bikarkeppninni hérna heima þegar líður á veturinn,“ segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

Mótið er fram í Holte sem er nyrsta úthverfi Kaupmannahafnar. Heimamenn eru ríkjandi Danmerkurmeistarar og þykja líklegir sigurvegarar í mótinu.

Að auki leikur Þróttur gegn Svedala frá Svíþjóð sem hefur þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum og Fredriksberg sem varð í fjórða sæti í dönsku deildinni í fyrra og er með sterka danska leikmenn í sínum röðum að sögn Matthíasar.

Hvert land má senda fjögur lið til keppni. Frá Íslandi hefur aðeins HK áður sent til á NEVZA. Níu leikmann fara frá Þrótti.

Matthías segir mikinn hug í leikmönnum þótt hann hefði kosið meiri undirbúning því álagið verður mikið um helgina.

„Mótið leggst vel í mig en undirbúningurinn gæti auðvita alltaf verið aðeins betri. Liðið er til dæmis bara búið að spila 2 leiki í deildinni á meðan KK lið Þróttar N er búið að spila 6 leiki. Þarna spilum við 3 leiki á 3 dögum sem verður erfitt og talsvert álag á leikmenn.

Það er riðlakeppnin sem leikin er um helgina en riðlarnir eru alls fjórir. Tvö efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina sem fram fer um mánaðarmótinu janúar/febrúar árið 2014.

Þróttur hefur keppni í kvöld klukkan 19:30 gegn Svedala, mætir Holte á morgun klukkan 14:00 og Fredriksberg á sunnudag klukkan 12:30. Allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á http://www.holtevolley.dk/.

Fleiri leikmenn Þróttar verða á faraldsfæti um helgina en þrjár stelpur og einn strákur spila með U-17 ára landsliðunum í móti á Englandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.