Viðar Örn: Leikur til að læra af

karfa hottur stjarnan bikar 0063 webViðar Örn Hafsteinsson, spilandi þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar, segir marga jákvæða punkta hafa verið í leik liðsins gegn úrvalsdeildarliði Stjörnunnar í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla. Bikarmeistararnir hafi einfaldlega verið of góðir fyrir fyrstu deildar liðið.

„Við tökum það jákvæða út úr þessum leik en við mættum miklu betra liði," sagði Viðar í samtali við Austurfrétt eftir leik.

„Við áttum okkar kafla. Við þurfum að vinna í að lengja góðu kaflana og stytta þá slöku. Þeir voru töluvert betri en við þurfum að læra og reyna að komast á þann stað sem þeir eru á."

Sérstaklega í fyrri hálfleik virtust sem Hattarmenn hefðu gengið á múr í formi varnar Stjörnunnar. Strax eftir að Bandaríkjamaðurinn Matthew Hairston kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Garðabæjarliðið varði hann tvö skot. Því þriðja bætti hann við þegar hann varði þriggja stigaskot stóra mannsins í liði Hattar, Frisco Sandidge.

Hattarmönnum gekk illa að spila sig í gegnum vörn Stjörnunnar en reyndu frekar langskot sem gengu misvel.

„Matthew Hairstone er maðurinn sem breytir Stjörnuliðinu úr góðu liði í frábært. Hann er flottur leikmaður en þeir voru líka skynsamir og hjálpuðust vel að í vörninni.

Við vorum hræddir. Þeir vörðu nokkur skot og spiluðu hörku vörn og þá virtust menn vera með lítið hjarta.

Við hefðum getað verið skynsamari því við reyndum erfið skot í stað þess að láta boltann ganga og spila betur saman. Við lærum hins vegar af þessu. Við spilum við töluvert slakari lið í hverri viku."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.