Tvær sveitir að austan í efstu deild Íslandsmótsins í bridge

Haustak 2Tvær austfirskar sveitir spiluðu um helgina í efstu deild á Íslandsmótinu í bridge. Nokkur ár eru síðan Austfirðingar áttu síðast sveit í deildinni.

Sveitirnar komu annars vegar frá Haustaki og hins vegar Austfari. Sveit Haustaks endaði í fjórða sæti með 213 stig.

Í henni spiluðu þeir Guttormur Kristmannsson, Þorsteinn Bergsson,Magnús Ásgrímsson, Hlynur Garðarsson, Hrannar Erlingsson og Pálmi Kristmannsson.

Sveit Austfars varð hins vegar í áttunda og neðsta sæti og féll í aðra deild með 152 stig. Í henni spiluðu þeir Unnar Atli Guðmundsson, Óskar Elíasson, Ólafur Þ Jóhannsson, Arnar Geir Hinriksson, Jón Halldór Guðmundsson og Pétur Sigurðsson.

Sveitirnar mættust innbyrðis í fyrstu umferð og vann Austfar þá 16-14.

Myndir: Hrannar Erlingsson

Haustak 1 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar