Blak: Jóna Guðlaug snýr heim úr atvinnumennsku

jona gudlaug vigfusdottir blak bikarmeistari08Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir hefur ákveðið að snúa aftur til Þróttar Neskaupstaðar eftir fimm ára feril í Evrópu sem atvinnumaður í blaki. Leikmannamál Þróttar fyrir komandi keppnistímabil eru að komast á hreint.

Frá þessu er greint á heimasíðu blakdeildar Þróttar. Jóna Guðlaug er uppalin hjá Þrótti en hélt haustið 2008 út til Noregs. Hún spilaði þar í þrjú ár en færði sig síðan yfir til Þýskalands og loks Sviss síðasta vetur þar sem hún lék með VC Kanti sem varð í öðru sæti í keppninni um svissneska meistaratitilinn.

Fyrirliðinn og uppspilarinn, Kristín Salín Þórhallsdóttir og frelsinginn Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir verða áfram í liðinu auk Lilju Einarsdóttur, Hjördísar Mörtu Óskarsdóttur og Erlu Rán Eiríksdóttur sem léku lykilhlutverk í Íslandsmeistaraliðinu í vor. Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir snýr einnig aftur til liðsins eftir árs fjarveru.

Flestir yngri leikmanna liðsins hafa einnig ákveðið að halda áfram. Fjórir leikmenn hverfa á braut og munar þar sennilega mestu um Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Lauren Laquerre sem voru í byrjunarliðinu sem varð meistari. Sunna Júlía Þórðardóttir og Sæunn Skúladóttir hafa einnig ákveðið að yfirgefa herbúðir Þróttar.

Fyrr í sumar framlengdi þjálfarinn, Matthías Haraldsson, samning sinn við Þrótt. Hann er jafnframt landsliðsþjálfari kvenna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.