Góður árangur í einstaklingsgreinum á Landsmóti

umfi landsmot2013 0655 webKeppendur UÍA náðu í þó nokkur verðlaun á Landsmóti UMFÍ sem fram fór á Selfossi 4. - 7. júlí. Betur gekk hjá einstaklingum heldur en sveitum eða liðum.

Afrek Þorsteins Bergssonar í plöntugreiningu stóð þar upp úr. Steini, sem jafnan er kenndur við Unaós í Hjaltastaðaþinghá, var eini keppandinn sem greindi allar 40 plönturnar rétt og var að auki fyrstur til að ljúka þrautinni. Keppnisstjórinn er Austfirðingum einnig að góðu kunnur, Jón Kr. Arnarsson en hann stýrði Barra hf. um árabil.

Þrenn silfurverðlaun komu í hús. Stefán Bogi Sveinsson varð annar í opnum flokki í einstaklingskeppni í boccia. Hann varð einnig í 2. - 7. sæti í stafsetningu og hlaut þar silfurverðlaun. Hann gerði tvær villur.

Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val, varð í öðru sæti í +65 kg flokki í glímu. Eva Dögg er vanari að glíma í -65 kg flokknum en var að þessu sinni í þyngri flokknum. Hún stóðst þá áskorun með prýði og lagði meðal annars glímudrottningu Íslands að velli.

Þá náði knattspyrnulið UÍA bronsverðlaunum. Rétt er að taka fram að aðeins þrjú lið voru í keppninni en leikið var gegn Skarphéðinsmönnum og Skagfirðingum. Eftir tvo 2x25 mínútna leiki varð lið UÍA því fegnast að þurfa ekki að spila meira. HSK lagði UMSS í úrslitaleik.

UÍA varð í tólfta sæti stigakeppni mótsins með 197,5 stig. Frá sambandinu fóru um þrjátíu keppendur og kepptu í, auk fyrrnefndra greina, bridds, skák, körfuknattleik og pútti.

Svipmyndir frá mótinu.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.