Sigga Baxter: Við erum með þrusugott lið

hottur kff kvk 10072013 0047 webSigríður Baxter, þjálfari kvennaliðs Hattar í knattspyrnu, gat leyft sér að brosa eftir 8-1 sigur á Fjarðabyggð í B riðli fyrstu deildar á Vilhjálmsvelli í kvöld. Hún segir leikmenn liðsins hafa gert það sem lagt var upp með fyrir leikinn.

„Við lögðum upp með að pressa hátt, spila hratt, berjast eins og ljón og skora mörk. Það gekk 100% eftir,“ sagði Sigríður í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

„Við hefðum getað spilað boltanum hraðar en það er nokkuð sem við erum að vinna með, sérstaklega gegn stærri liðum. Við höfum skorað fullt af mörkum og unnið sannfærandi í tveimur síðustu leikjum.“

Hattarliðið keyrði yfir andstæðinga sína strax í byrjun og var komið í 3-0 eftir tuttugu mínútna leik.

„Ég bjóst ekki við því. Fjarðabyggð hefur styrkt sig með þremur erlendum leikmönnum síðan við mættust í vor. Við höfum hins vegar verið sannfærandi og verðum betri og betri með hverjum leik. Við erum með þrusugott lið.“

Ólafur Hlynur Guðmarsson, þjálfari Fjarðabyggðar, var daufari í leikslok en hrósaði andstæðingunum fyrir góðan leik. Fjarðabyggðarliðið hefur verið á réttri leið eftir sigra í síðustu tveimur leikjum.

„Ég vil hrósa Hattarliðinu. Það spilaði frábærlega í kvöld. Þetta er sterkt lið og ég vona að þeim gangi allt í haginn það sem eftir er sumars.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.