Ólafur Hlynur: Við fengum á okkur slysamörk

kff hottur kvk 24052013 0106 webÓlafur Hlynur Guðmarsson, sagðist sáttur við leik Fjarðabyggðar þrátt fyrir 0-3 tap gegn Hetti á Norðfjarðarvelli í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Enn séu að bætast leikmenn í hópinn sem styrki hann verulega.

„Mér fannst spilamennskan nokkuð góð og við berjast vel en við fengum á okkur slysamörk. Tapið hefði ekki átt að vera svona stórt,“ sagði Ólafur í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Nokkuð er um meiðsli í Fjarðabyggðarhópnum og tvær fóru meiddar af leikvelli í kvöld. „Það kemur maður í manns stað og þær sem komu inn á í kvöld stóðu sig ótrúlega vel.“

Þá á Fjarðabyggð von á liðsstyrk frá Danmörku. Ein er þegar komin, Rie Koltoft og þrjár eru væntanlegar.

„Hún spilaði mjög vel í dag og breytti leik okkar helling. Það verður ekkert gefið að leika gegn okkur hér á Norðfirði eða annars staðar þar sem við leikum.“

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.