Þróttur þurfti fjórar tilraunir til að gera út af við HK: Myndir

blakLiðsmenn Þróttar þurftu fjórar tilraunir til að ná fram sigri í fjórðu lotu í fyrstu viðureign liðsins við HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Neskaupstað í gærkvöldi. Stig töpuðust í byrjun hrinunnar vegna vitlausrar uppstillingar Þróttar.

Þróttur byrjaði betur, hafði undirtökin í fyrstu hrinu og vann hana 25-19. Það snérist við í annarri hrinu. HK var þar með forustuna allan tímann og vann sömuleiðis 19-25.

Þróttur skoraði fyrstu tvö stigin í þriðju hrinu en þá tók HK við og snéri stöðunni í 3-7. Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar, tók þá leikhlé og las hressilega yfir sínu liði. Það skoraði fjögur stig í röð og hélt áfram í átt að 25-17 sigri.

Þegar HK var yfir 5-4 í fjórðu hrinu var leikurinn stöðvaður og mikil reikistefna hófst við ritaraborðið. Eftir tuttugu mínútna hlé lá úrskurður dómranna fyrir. Þróttur hafði stillt rangt upp í upphafi leiks.

Þess vegna voru tvö stig tekin af liðinu en einu bætt við HK sem að auki fékk sendiréttinn og staðan þar með orðin 2-6. Töfin efldi hins vegar heimastúlkur sem og stuðningsmenn þeirra sem stóðu og hvöttu þær áfram það sem eftir var leiks en höfðu til þessa verið fremur hljóðlátir. 

Þróttur skoraði fimm stig í röð og komst í 7-6 en HK svaraði með góðum kafla og komst í 8-13. Þróttur jafnaði í 13-13 og komst yfir í 15-14. Sigurinn virtist ætla að verða öruggur þegar munurinn var kominn í fimm stig, 20-15, en svo var alls ekki.

HK jafnaði í 23-23 og eftir það skiptust liðin á að skora. Þróttur var samt alltaf með á undan. Vinna þarf með tveggja stiga mun og það tók Þrótt fjórar tilraunir til þess áður en síðasta smassið small í jörðinni og tryggði þeim 29-27 sigur.

Í liðið Þróttar var Lauren Laquerre stigahæst með 20 stig, Erla Rán Eiríksdóttir gerði 14 stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir 11 stig. Í liði HK var Fríða Sigurðardóttir með 13 stig en Elsa Sæný Valgeirsdóttir og Þórey Haraldsdóttir gerðu 10 stig hvor.

Annar leikur liðanna verður í Fagralund í Kópavogi annað kvöld klukkan 19:30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum.

blak 

blakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblakblak
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.