Viðar Örn framlengir samning sinn við Hött

karfa hottur thorak 25032014 0126 webViðar Örn Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Hetti um tvö ár. Þrír byrjunarliðsmenn frá síðustu tímabilum hafa skipt yfir í úrvalsdeildarlið.

Viðar er einnig yfirþjálfari deildarinnar og stýrir starfi yngri flokka. Hann hefur þjálfað meistaraflokk síðustu þrjú keppnistímabil og alltaf komist í úrslitakeppni fyrstu deildar.

Ljóst er þó að miklar breytingar verða á leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð. Bakvörðurinn Austin Bracey er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Snæfells og framherjarnir Eysteinn Bjarni Ævarsson og Andrés Kristleifsson í Keflavík.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.