Fyrstu liðin í hjólreiðakeppni Wow farin hjá: Ætlum heim í hádegismat

wow cyclothon 0019 webHjólreiðamenn Hleðsluliðsins og Workforce A voru fyrstir í Wow Cyclothon hjólreiðakeppninni til að hjóla í gegnum Egilsstaði tæpum sólarhring eftir að þeir voru ræstir af stað úr Reykjavík.

Liðin tvö þutu í gegnum Egilsstaði klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í dag. Liðin hjóla viðstöðulaust áfram en keppnin var ræst af stað úr Reykjavík klukkan 19:00 í gær.

Liðin samanstanda af fjórum keppendum sem hjóla og tveimur aðstoðarmönnum sem keyra bílana. Ekkert er stoppað til að hvílast eða borða í ferðinni heldur en haldið stanslaust áfram og skipt um menn undir stýri eða á hjólunum.

Liðsmenn Workforce A sögðust stefna á að komast til Reykjavíkur fyrir hádegi á morgun. „Við þurfum að vera komnir heim í hádegismat. Við eigum pantað í steik og bernaise."

Safnað er áheitum sem renna til bæklunarskurðdeildar Landsspítalans. Alls taka 63 lið eða einstaklingar þátt í ár.

Liðin komu til Egilsstaða eftir þjóðvegi 1 úr norðurátt og halda síðan inn Skriðdal og yfir Öxi niður í Berufjörð þar sem kom er aftur inn á Hringveginn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.