Leikir helgarinnar: Fjarðabyggð tekur á móti Gróttu í toppslag

3Fjarðabyggð tekur á móti Gróttu á morgun í uppgjöri tveggja efstu liðanna í annarri deild karla í knattspyrnu. Hetti gengur vel í 1. deild kvenna og vann stórsigur á Sindra í vikunni.

Leikur Fjarðabyggðar og Gróttu hefst á Eskifjarðarvelli klukkan 14:00 á morgun. Grótta er taplaus á toppi deildarinnar með 14 stig en Fjarðabyggð er með 13 stig í öðru. Í því þriðja er síðan Huginn Seyðisfirði með þrettán stig og mætir Ægi í Þorlákshöfn á sunnudag.

Höttur og Leiknir hvíla aðra helgina í röð í þriðju deild karla. Liðin eru samt í öðru og þriðja sæti. Einherji leikur sinn þriðja heimaleik í röð og tekur á móti ÍH klukkan 16:00 á morgun.

Höttur er í efsta sæti B-riðils fyrstu deildar kvenna eftir 1-6 stórsigur á Sindra á miðvikudag. Magdalena Anna Reimus og Heiðdís Sigurjónsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Hött en Sigríður Björk Þorláksdóttir og Alexandra Sveinsdóttir hin mörkin tvö. Höttur heimsækir Álftanes á sunnudag en Höttur vann leik liðanna á Egilsstöðum fyrir viku.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar