Metskráning í þríþrautina á Eskifirði

gotu3 2Þríþrautarkeppni fer fram á Eskifirði í fimmta sinn á morgun. Stjórnandi keppninnar segir fólk sækjast í hana því það vilji ögra sjálfu sér. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en í ár.

„Það er ótrúlega mikil áskorun fyrir mann að reyna sig í einhverju svona. Fólk er alltaf að sjá hvað það getur komist langt," segir Díana Mjöll Sveinsdóttir sem haft hefur veg og vanda af Götuþríþrautinni.

Keppnin hefst á sundi í sundlaug Eskifjarðar en síðan er stokkið á hjólin og svo af þeim og í hlaupaskóna á götum Eskifjarðar. Bæði er hægt að keppa sem einstaklingar og sem lið.

Að þessu sinni er metskráning í þrautina á Eskifirði. Alls eru 87 keppendur skráðir til leiks en þeir voru 63 í fyrra og um fjörutíu fyrstu tvö árin. Díana segir Eskfirðinga vera áhugasama og marga hafa farið út að hjóla að undanförnu til að æfa sig.

Keppendurnir koma flestir af Austurlandi en á hverju ári hafa þó komið keppendur af suðvesturhorninu. Keppnin er haldin í tengslum við sjómannadaginn, þegar von er á gestum í bæinn og meira um að vera en bara þrautin. Þá hafa líka fermingarbörn notað tækifærið og myndað lið.

Díana segir heimamenn áhugasama um keppnina. „Íbúarnir eru farnir að bíða eftir að sjá fólkið á ferðinni í bænum." Hún biður þá sem koma til að fylgjast með eða eiga leið um Eskifjörð fyrri partinn á morgun að fara varlega því keppendur verði á ferð um göturnar.

Að þessu sinni er í fyrsta sinn keppt í ólympískri vegalengd þar sem hjóla þarf 40 kílómetra, hlaupa tíu og synda 1500 metra. Það er næsta vegalengd fyrir neðan svokallaðan járnkarl en sú lengd er ekki enn í boði á Eskifirði. Þar eru hins vegar tvær aðrar styttri vegalengdir sem henta fleirum.

Mynd: Garðar Eðvaldsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.