Knattspyrna: Fyrstu heimaleikir Fjarðabyggðar um helgina

meistarar leiknir kff fotbolti 14092013 0230 webLið Fjarðabyggðar leika sína fyrstu heimaleiki í Íslandsmótinu í knattspyrnu um helgina. Keppni hefst í fjórðu deild karla með Austfjarðaslag Hattar og Leiknis á morgun. Mörg austfirsku liðanna styrktu sig áður en lokað var fyrir félagaskipti í gær.

Kvennalið Fjarðabyggðar tekur á móti Þrótti Reykjavík á Norðfjarðarvelli klukkan 20:00 í kvöld. Fjarðabyggðarliðið styrkti sig í vikunni þegar Hannah Claesson fékk leikheimild með félaginu en hún kemur frá Svíþjóð og Oktavía Hilmarsdóttir kom frá FH.

Karlalið Fjarðabyggðar tekur á móti Ægi á Norðfirði klukkan 14:00 á morgun. Félagið fékk í vikunni Kristján Atla Marteinsson úr Breiðabliki.

Huginn spilar einnig í annarri deildinni á morgun þegar liðið heimsækir Fjallabyggð í Bogann á Akureyri. Liðið fékk til sín Aaron Palomares úr Létti. Hann hefur lengst af leikið með HK, meðal annars í úrvalsdeild og á að baki leiki með flestum yngri landsliðum Íslands. Félagið hefur einnig fengið Ingólf Árnason lánaðan frá Þór og Tómas Arnar Emilsson kemur heim frá Hetti. Óvíst er þó um þátttöku hans vegna meiðsla.

Á undan þeim leik verður í húsinu leikur Magna og Einherja í þriðju deild. Liðið fékk í vikunni Skúla Bragason úr Leikni Reykjavík og Karol Walejko frá Fjarðabyggð. Liðið byggir annars á heimamönnum sem myndað hafa kjarnann í liðinu undanfarin ár. Gísli Freyr Ragnarsson skipti þó yfir í Njarðvík.

Í sömu deild mætast Höttur og Leiknir á Fellavelli klukkan 14:00. Miklar breytingar hafa orðið á Hattarliðinu sem fallið hefur um tvær deildir á tveimur árum. Farnir eru byrjunarliðsmenn eins og fyrirliðinn og þjálfarinn fyrrverandi Birkir Pálsson til Hugins, Elmar Bragi Einarsson til HK, Steinar Aron Magnússon í FH og markvörðurinn Joseph Goodwin kemur ekki aftur.

Högni Helgason, sem verið hefur í námi í Skotlandi, er klár í slaginn á morgun auk þess sem liðið fékk til sín Jovan Kjundzic að láni frá Víkingi Reykjavík.

Liðin hafa mæst tvisvar á síðasta mánuði og í báðu leikjum hefur Leiknir haft undirtökin og unnið, 4-1 í Lengjubikar og 4-2 í bikarkeppninni. Þrír leikmenn bættust við hópinn í vikunni. Marteinn Þór Pálmason frá Fjarðabyggð, Valdimar Ingi Jónsson frá Fjölni og Carlos Monleon sem verður fjórði Spánverjinn í hópnum í sumar.

Síðasti leikur helgarinnar er viðureign Hattar og Þróttar Reykjavíkur í fyrstu deild kvenna sem hefst klukkan 14:00 á sunnudag. Höttur bætt við sig tveimur bandarískum leikmönnum í vikunni, annars vegar markverðinum Töru MacDonald, sem einnig spilaði með Hetti í fyrra en með henni kemur Julie Berkshire, 27 ára miðjumaður.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.