Knattspyrna: Leiknir sló Hött út með mörkum í uppbótartíma

leiknir kff fotbolti 14092013 0124 webLeiknir sló Hött úr í fyrstu umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu með tveimur mörkum á lokamínútunum. Fjarðabyggð sló Einherja út og kvennalið Hattar er úr leik í Lengjubikarnum.

Leiknir og Höttur mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á föstudag í leik sem varð fjörugur í seinni hálfleik. Hilmar Freyr Bjartþórsson kom Leikni í 2-0 með mörkum á 63. og 68. mínútu en Bragi Emilsson jafnaði með mörkum á 73. og 78. mínútu.

Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Svanur Freyr Árnason og tveimur mínútum síðar bætti félagi hans úr vörninni, Juan Miguen Munoz Rodriguez við fjórða marki Leiknis.

Andri Jónasson skoraði þrennu þegar Fjarðabyggð vann Einherja 5-1 á Norðfjarðarvelli á laugardag. Tvíburabróðir hans, Brynjar Jónasson og Almar Daði Jónsson skoruðu hin mörkin tvö fyrir Fjarðabyggð sem komst í 4-0 eftir 25 mínútna leik. Sigurður Donys Sigurðsson notfærði sér kæruleysi í vörn Fjarðabyggðar og minnkaði muninn á 34. mínútu.

Höttur tapaði 4-1 fyrir KR í undanúrslitum Lengjubikars kvenna. Magdalena Reimus skoraði mark Hattar á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og minnkaði þar með muninn í 2-1. KR-ingar tóku þó fljótt völdin aftur með mörkum á 50. og 55. mínútu.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.