Íþróttir helgarinnar: Höttur í undanúrslitum Lengjubikars kvenna

hottur kff kvk 10072013 0008 webBikarkeppni karla í knattspyrnu hefst um helgina, Freyfaxi stendur fyrir krakkahelgi og Höttur spilar í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu.

Höttur heimsækir KR í undanúrslitum C-deildar Lengjubikarsins á morgun klukkan 14:00. Höttur sigraði í norðausturriðli. Liðið sem hefur betur mætir annað hvort Álftanesi eða Tindastóli í úrslitum um næstu helgi.

Bikarkeppni karla hefst í kvöld klukkan 19:00 þegar Leiknir tekur á móti Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni. Fjarðabyggð tekur síðan á móti Einherja á Norðfjarðarvelli klukkan 14:00 á morgun.

Hestamannafélagið Freyfaxi stendur á morgun og sunnudag fyrir krakkahelgi á félagssvæði sínu að Stekkhólma. Á sunnudaginn verður meðal annars farið í útreiðartúr en á morgun farið í leiki og keppt á hestunum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.