Fjarðabyggð Lengjubikarmeistari í B-deild

kff lengjubikarmeistarar 2014 eysteinnFjarðabyggð fagnaði í gær sigri í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á Leikni þrátt fyrir að leika manni færri í klukkutíma.

Fannar Árnason kom Fjarðabyggð yfir strax á tíundi mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Annað markið kom á 22. mínútu og var skráð sem sjálfsmark Leiknismanna eftir skot Jóhanns Ragnars Benediktssonar.

Brynjar Jónasson kom Fjarðabyggð í 3-0 á 28. mínútu. Hann fékk hins vegar sitt annað gula spjald og þar með það rauða tveimur mínútum síðar. Brynjar Gestsson, þjálfara Fjarðabyggðar, var vísað upp í stúku fyrir mótmæli í kjölfarið.

Það breytti því ekki að Andri Jónasson skoraði fjórða markið úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Hilmar Freyr Bjartþórsson minnkaði muninn fyrir Fáskrúðsfirðingar í seinni hálfleik en það hafði engin áhrif á úrslit leiksins.

Mynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.