Viðar Jóns tekur við Leikni

huginn leiknir 034Viðar Jónsson tekur við þjálfun meistaraflokks Leiknis í knattspyrnu karla af Búa Vilhjálmi Guðjónssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrir helgi. Mánuður er í að Íslandsmeistaramótið hefjist.

Í frétt frá Leikni kemur fram að Viðar hafi áður stýrt liðinu en hann og Vilberg Marinó Jónasson skiptu með sér þjálfarastarfinu sumarið 2010.

Hann hefur að auki þjálfað meistaraflokk kvenna og flesta yngri flokka en hann er núverandi þjálfari fjórða flokks karla og kvenna.

Búi Vilhjálmur sagði upp af persónulegum ástæðum fyrir helgi. Leiknir spilar í Lengjubikarnum gegn Sindra á miðvikudag á útivelli og gegn Hetti í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag.

Viðar lengst til vinstri í leik með Leikni sumarið 2008. 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.