Blak: Hlökkum til að spila fyrir fullu húsi í miklum látum

blak throttur hk meistarar 06042013 0001 webÞróttur og Afturelding mætast öðru sinni í baráttu sinni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Neskaupstað í kvöld. Þróttur vann fyrri leikinn í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld í oddahrinu. Þjálfari Þróttar segir að það skipti engu máli nú.

„Við græðum ekkert á þeim sigri nema smá búst fyrir sálina og sjálfstraustið. Staðan er núll-núll og lið Aftureldingar mun koma brjálað til leiks eftir að hafa glatað niður fyrri leiknum," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

Þróttur vann magnaðan sigur í fyrri leiknum 2-3 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur hrinunum. Liðin sýndu oft á tíðum frábær varnartilþrif og sóknirnar voru langar en Matthías sagði fyrir leikinn að Þróttur yrði að hafa þrek og þor til að leggja deildarmeistarana.

Síðustu dagar hafa farið í æfingar og undirbúning fyrir leikinn í kvöld. „Við þurfum að taka meiri sénsa í uppgjöfum og bæta móttökuna enn frekar. Þetta snýst alltaf um fínstillingu."

Þróttarliðið hefur yfirleitt verið sterkt á heimavelli, sérstaklega í úrslitakeppninni þegar Norðfirðingar fylla íþróttahúsið.

„Við hlökkum til að spila heima fyrir fullu húsi í miklum látum. Það vinnst samt ekkert af sjálfu sér þótt menn séu á heimavelli. Það þarf að vinna erfiðisvinnuna og ég hef fulla trú á að stelpurnar geri það."

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki hampar Íslandsmeistaratitlinum en Þróttur er ríkjandi meistari. Þriðji leikurinn verður í Mosfellsbæ á mánudag. Þurfi fleiri leiki til verða þeir eftir páska.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.