Tvö lið frá Þrótti Íslandsmeistarar í fjórða flokki í blaki

throttur blak 4flokkurÞróttur eignaðist um helgina tvö Íslandsmeistaralið í fjórða flokki kvenna í blaki. Send voru sex lið til keppni á Íslandsmeistaramótið í Kópavogi.

Þróttur sendi þrjátíu manna hóp sem lagði af stað á föstudagsmorgni og náði á keppnisstað tólf tímum síðar.

Þétt var spilað á laugardegi og voru stundum fjögur lið frá Þrótti að í einu. Félagið átti tvö lið fjórða flokki stúlkna A og önnur tvö í flokki B-liða, eitt lið í A-flokki pilta og eitt í B flokki pila.

Þróttur eignaðist Íslandsmeistara bæði A og B flokki stúlkna en önnur lið félagsins stóðu sig prýðilega.

Keppni lauk upp úr hádegi á sunnudegi og þá tók við álíka löng ferð heim þangað sem komið var aðfaranótt mánudags.

Mynd: Blakdeild Þróttar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.