Fyrsti leikur um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld: Þarf þrek og þolinmæði til að vinna Aftureldingu

blak throttur hk meistarar 06042013 0307 webÞróttur heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Þjálfari Þróttar segir Aftureldingu lið sem geri fá mistök og þolinmæði þurfi til að brjóta vörn þess á bak aftur.

„Við ætlum okkur að hafa ógeðslega gaman og gera okkar allra besta sem lið og einstaklingar og vona að það dugi okkur til sigurs," segir Matthías Haraldsson, þjálfari Þróttar.

Hann segir alla leikmenn liðsins heila og tilbúna í baráttuna. Tíu dagar eru liðnir frá undanúrslitunum gegn HK sem hafa nýst í undirbúning. Matthías segir þó að undirbúningur Þróttar sé ekkert frábrugðin fyrir leikinn í kvöld miðað við aðra.

„Við höfum æft eins og venjulega og haldið okkar rútínu. Við nálgumst þennan leik eins og aðra. Það eru alltaf sex á móti sex inni á vellinum."

Matthías segir Aftureldingu vera lið sem geri „lítið af mistökum. Það þarf að hafa fyrir hverju einasta stigi gegn þeim.

Boltinn á eftir að ganga 5-10 sinnum á milli eins og við sáum í bikarundanúrslitunum. Það þarf að hafa þrek og þolinmæði til að vinna þessa löngu bolta og skila þeim í gólfið."

Hann segir Þróttarliðið hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig brjóta megi Aftureldingu á bak aftur en segist halda þeim fyrir sig í bili. „Það er mikið um varnir í báðum liðum og þetta verður mikil barátta."

Leikurinn í kvöld fer fram í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ og hefst klukkan 19:30. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Annar leikur verður í Neskaupstað á föstudagskvöld og sá þriðji á mánudag í Mosfellsbæ. Þurfi fleiri leiki til verða þeir eftir páska. Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á sporttv.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.