Austfirskir glímumenn hársbreidd frá Freyjumeni og Grettisbelti

islandsglima 2014 webTvöfalda úrslitaumferð þurfti í glímunni um Grettisbeltið sem fram fór á laugardag en bara eina um Freyjumenið. Austfirskir glímumenn náðu þar sínum besta árangri í Íslandsglímunni sem haldin hefur verið 104 sinnum.

UÍA mennirnir Hjalti Þórarinn Ásmundsson og Sindri Freyr Jónsson börðust við margfaldan glímukóng Íslands, Pétur Eyþórsson úr Ármanni, um Grettisbeltið. Í keppninni sjálfri glímdu allir við alla og þar lagði Sindri Pétur, Hjalti Sindra og Pétur Hjalta en þeir alla sína andstæðinga.

Þeir voru því jafnir að vinningum þannig að þeir þrír glímdu til úrslita. Í fyrri umferðinni fór á sömu lund og áður og því var önnur umferð. Þar gerðu Pétur og Sindri jafnglími en Pétur hafði síðan heppnina með sér því Hjalti rann í glímu þeirra sem færði Pétri sigurinn. Hjalti vann Sindra og hafnaði í öðru sæti.

Í glímunni um Freyjumenið þurftu Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA og Sólveig Rós Jóhannesdóttir, Glímufélagi Dalamanna, að glíma til úrslita en þær höfðu áður gert jafnglími. Þar hafði Sólveig Rós betur.

Að auki tóku Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Hjörtur Elí Steindórsson og Bylgja Rún Ólafsdóttir frá UÍA þátt í Íslandsglímunni.

Pétur, Sólveig og Eva Dögg að lokinni Íslandsglímunni. Mynd: Glímusamband Íslands

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.