Eva Dögg valin íþróttamaður UÍA

eva dogg johannsdottir landsmot13Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val á Reyðarfirði, var útnefnd íþróttamaður UÍA fyrir árið 2013 á sambandsþingi UÍA sem fram fór á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag.

Eva Dögg keppti víða á árinu en hún var meðal annars Evrópumeistari í glímu í -63 kg flokki, í fyrsta sæti í -65 kg flokki á Bikarglímu Íslands og í öðru sæti í +65 kg flokki á Landsmóti UMFÍ.

Í umsögn segir að Eva Dögg hafi stundað íþróttir frá unga aldri og er fjölhæf íþróttakona. Hún hefur æft glímu hjá Val á Reyðarfirði síðustu átta ár. Á glímuvellinum þyki Eva Dögg bæði lipur og sterk auk þess að vera mikil keppnismanneskja sem leggur hart að sér við æfingar og keppni.

Þá segir að Eva sé ætíð tilbúin að hjálpa til við hvers kyns verkefni sem koma upp og varða glímuna og félagsstarf hjá Val. Hún er búin að ná sér í dómararéttindi í glímu og dæmir nú hjá yngri keppendum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.