Um 200 krakkar á blakmóti í Neskaupstað

krakkablak nesk2 webUm tvö hundruð krakkar í 42 liðum tóku þátt í Íslandsmóti þriðja, fimmta og sjötta flokks sem haldið var í Neskaupstað um síðustu helgi. Lið frá Austurlandi voru atkvæðamikil á mótinu.

Fjórir leikir voru spilaðir á föstudagskvöldi að ósk Hornfirðingar úr Sindra sem voru á leið í skólaferðalag strax eftir mót. Annars var spilað frá morgunmat fram að kvöldmat á laugardegi og aftur frá morgni og fram yfir hádegi á sunnudag.

Spilað var mest allan daginn á sjö völlum í einu í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Auk heimaliðanna mættu lið frá Reykjavík, Hornafirði, Akureyri, Ísafirði og Fáskrúðsfirði auk Seyðfirðinga sem tóku þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti yngri flokka.

Gist var í Nesskóla og útbjuggu foreldrar og sjálfboðaliðar morgunmat og hádegismat. Á laugardagskvöldi var pizzahlaðborð í Egilsbúð og Fjarðabyggð bauð keppendum í sund.

Unnur Ása Atladóttir, framkvæmdastjóri blakdeildar Þróttar, segir mótið hafa gengið vel og frábært veður tryggt að allir hafi komist leiðar sinnar án nokkurra vandkvæða. Hún segir töluverða vinnu í kringum mót sem þetta en áætlað er að fimmtíu sjálfboðaliðar hafi komið að því.

Um næstu helgi fer fram Íslandsmót í fjórðaflokk í Kópavogi en þangað sendir Þróttur þrjátíu manns sem fara með rútu frá Neskaupstað.

Mynd: Blakdeild Þróttar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar