Þrír Austfirðingar í Íslandsmeistaramóti sleðahunda

hjordis hilmars seldahundurÞrír Austfirðingar taka þátt í Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands sem haldið verður á Mývatni um helgina. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara.

Að austan fara þær Hjördís Hilmarsdóttir, Guðrún Frímannsdóttir og Halla Sóllilja Björnsdóttir en hver þeirra keppir í tveimur greinum.

Hjördís keppir í 5 km sleðadrætti með tvo hunda og 2 km skíðagöngu með einn hund. Guðrún keppir einnig í skíðagöngu með einn hund og 5 km skíðagöngu með tvo hunda.

Sóllilja keppir í unglingaflokki , annars vegar í 1 km sleðadrætti með einn hund og hins vegar 1 km skíðagöngu með einn hund.

Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið en það hefur ávallt verið haldið við Mývatn. Skráningar í ár eru 66 og er þetta því stærsta sleðahundamót sem haldið hefur verið á Íslandi. Nánari upplýsingar um rástíma og mótið má finna á www.sledahundar.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.