Höttur og Fjarðabyggð bjóða saman upp treyju áritaða af Gylfa Sig

gylfi sig treyjaHöttur og Fjarðabyggð standa sameiginlega fyrir uppboði á Tottenham-treyju sem árituð er af íslenska landsliðsmanninum Gylfa Sigurðssyni í fjáröflunarskyni fyrir sjötta flokk drengja.

„Við hittum Gylfa í október á síðasta ári eftir leik Totenham og Norwich þar sem Totenham vann 2- 0 og Gylfi skoraði bæði mörkin og fengum hann til að áritaða treyju til að setja á uppboð," segir Ívar Ingimarsson sem sæti á í tenglaráði 6. flokks.

Verið er að safna fyrir ferð á Shellmótið í Vestmannaeyjum næsta sumar. Hvort félag sendir tvö lið til keppni og segir Ívar menn hafa metið stöðuna þannig að standa fyrir sameiginlegu uppboði sem myndi létta undir ferðakostnaði beggja félaganna.

Ívar segir uppboðið hluta af nánu samstarfi félaganna tveggja í sjötta flokki. „Það hefur verið mjög gott samstarf og samskipti milli flokkanna og við höfum hist á sameiginlegum æfingum niður í Fjarðarbyggð síðastliðin tvö tímabil sem hafa gefist alveg mjög vel.

Strákunum hefur verið blandað saman, þeir spila fótbolta allan tímann og hafa verið alveg himinlifandi með þetta. Það að hafa þessa knattspyrnuhöll er alveg frábært og þá sérstaklega yfir vetratímann og mjög gott að geta komist þarna inn. Strákarnir kynnast við þetta og fá þarna tækifæri til að spila með öðrum peyjum og eins er þetta tilbreyting frá hefðbundnum æfingum."

Þetta er í annað skipti sem treyja árituð af Gylfa er boðin upp á Austurlandi en Tannlæknastofa Austurlands keypti treyju í fyrra.

Uppboðið fer fram á http://fjardarbyggdhottur.blogspot.com. Lágmarksboð er 100.000 krónur. Uppboðið stendur til 1. mars.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.