Tveir frá Hetti í úrvalshópi í fimleikum: Gott skrið á körfuboltaliðinu

fimleikar avaxtakarfan 0069 webTveir drengir frá Hetti voru nýverið valdir í úrvalshópa Fimleikasambands Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem haldið verður í haust. Flokkum félagsins hefur gengið ágætlega í Íslandsmótinu að undanförnu. Körfuknattleikslið Hattar vann leik sinn um helgina.

Stefán Berg Ragnarsson og Kristinn Már Hjaltason voru valdir í úrvalshóp í hópfimleikjum drengja fyrir Evrópumótið sem haldið verður hér á landi 15. – 19. október.

Valdís Ellen Kristjánsdóttir, sem æfir með Stjörnunni í Garðabæ en er alin upp hjá Hetti, var einnig valin í úrvalshóp kvenna.

Lið Hattar í 3. flokki stelpna varð í fyrsta sæti í annarri deild á síðustu umferð Íslandsmóts Fimleikasambandsins. Liðið færist þar með upp í fyrstu deild á vormóti sambandsins.

Þá átti Höttur stúlknalið í fyrsta sæti í 4. flokki B í annarri deild og lið í þriðja sæti í 4. flokk í fyrstu deild.

Körfuknattleikslið Hattar sigraði um helgina Vængi Júpíters 94-101 á útivelli. Höttur var með undirtökin allan leikinn en gekk illa að hrista heimamenn af sér.

Austin Bracey og Gerald Robinson skoruðu 23 stig hvor fyrir Hött og Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar nítján.

Höttur er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og Fjölnir, þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðin eru orðin nokkuð örugg með sæti í úrslitakeppninni en berjast um þriðja sætið sem veitir heimaleikjarétt í undanúrslitum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.