Íþróttir helgarinnar: Kvennalið Þróttar aftur af stað

blak throttur hk meistarar 06042013 0072 webKvennalið Þróttar í blaki hefur keppni á ný í kvöld eftir langt jólafrí þegar það heimsækir Stjörnuna í Garðabæ á morgun. Körfuknattleikslið Hattar mætir FSu á Selfossi í kvöld.

Þróttarstelpur fóru með kvöldflugi til Reykjavíkur en þær leika gegn Stjörnunni í Ásgarði klukkan 13:00 á morgun.

Þróttarliðið er í þriðja sæti deildarinnar en hefur spilað fæsta leiki allra liða í deildinni eða sex. Baráttan er hörð um efstu þrjú sætin en HK, sem er í öðru sæti, vann nýverið topplið Aftureldingar.

Höttur heimsækir FSu á Selfossi í fyrstu deild karla í körfuknattleik en leikurinn hefst klukkan 19:15. Höttur er í fjórða sæti með tólf sigra þegar tíu umferðir hafa verið leiknar.

FSu er hins vegar jafnt Breiðabliki, sem Höttur vann fyrir viku, í 5. – 6. sæti með tíu stig. Fimm efstu sæti deildarinnar veita sæti í úrslitakeppninni.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.