Austurvarp: Krossleggjum fingur á sýningardaginn

fimleikar avaxtakarfan 0069 webRíflega 150 iðkendur úr fimleikadeild Hattar tóku þátt í fimleikaútgáfu deildarinnar á söngleiknum Ávaxtakörfunni sem sýnd var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á laugardag.

„Við krossleggjum fingurna á sýningardaginn," segir Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari deildarinnar.

Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið síðustu vikur en auk iðkendanna koma allir þjálfarar deildarinnar og um 60 foreldrar að sýningunni. Æft er í mörgum litlum hópum sem eru ekki sameinaðir fyrr en í blálokin..

Þetta er í þriðja sinn sem fimleikadeildin stendur fyrir slíkri nýárssýningu. Ávaxtakarfan er löngu orðin þekkt hérlendis er áherslan í verkinu er á vináttu og að við séum góð hvert við annað.

Til að leggja áherslu á það mynduðu þátttakendur í sýningunni stórt hjarta á gólfinu í lokin.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.