Körfubolti: Tindastóll með yfirburði gegn Hetti - Myndir

karfa hottur tindastoll 0016 webTindastóll vann Hött 67-91 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gærkvöldi. Tindastólsliðið spilaði frábæra vörn allan leikinn sem slakir Hattarmenn áttu engin svör við. Þjálfari Hattar sagði liðið einfaldlega hafa verið „lélegt"

Leikurinn átti upphaflega að fara fram á föstudagskvöld en flug seinni partinn féll niður þannig að dómararnir komust ekki til leiks. Þeir komust hins vegar austur seinni partinn í dag.

Höttur spilaði ágætlega í fyrsta leikhluta og góður hraði var í leik liðsins. Í lok fjórðungsins náðu gestirnir þó undirtökunum og voru yfir að honum loknum 19-26.

Þeir fóru þá að beita pressuvörn sem Hattarmenn náðu ekki að spila sig í gegnum. Þeir töpuðum boltanum gjarnan eða skot þeirra úr teignum geiguðu. Tindastólsmenn voru því komnir með 37-50 forskot í hálfleik.

Austin Bracy dró vagninn framan af fyrir Hött og Hreinn Gunnar Birgisson, sem kom frá Tindastóli í sumar, spilaði ágætlega gegn sínum gömlu félögum. Þegar hægja tók þeim var fátt um fína drætti hjá Hetti.

Úrslitin voru því ráðin í lok þriðja leikhluta en staðan þá var 45-71. Gerald Robinson spilaði sinn fyrsta leik með Hetti en illa gekk að koma honum í gang enda spiluðu Tindastólsmenn fasta vörn gegn honum.

Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, mun vænta meira frá honum í næstu leikjum en það sama má segja um alla liðsfélaga hans.

„Við vorum afspyrnudaprir. Tindastólsmenn voru góðir en komu okkur ekki á óvart. Við gerðum ekki eins og við ræddum heldur vorum hauslausir og hentum frá okkur boltanum. Þetta er liðsíþrótt og það hefðu allir getað sýnt meira. Það þýðir ekki að benda á einhvern einn," sagði Viðar í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Austin Bracey var stigahæstur Hattarmanna með 20 stig. Robinson skoraði 17 stig og tók átta fráköst og Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði 11 stig og tók sömuleiðis 8 fráköst.

Antoine Proctor skoraið 25 stig fyrir Tindastól og Þráinn Gíslason 15. Þá hirti Darrel Flake tólf fráköst. Tindastólsmenn mættu með ellefu manna hóp, sem er sennilega sá stærsti sem sést hefur á Egilsstöðum í vetur og gátu notað tækifærið til að gefa flestum tækifæri.

karfa hottur tindastoll 0008 webkarfa hottur tindastoll 0018 webkarfa hottur tindastoll 0021 webkarfa hottur tindastoll 0025 webkarfa hottur tindastoll 0032 webkarfa hottur tindastoll 0035 webkarfa hottur tindastoll 0042 webkarfa hottur tindastoll 0045 webkarfa hottur tindastoll 0051 webkarfa hottur tindastoll 0056 webkarfa hottur tindastoll 0060 webkarfa hottur tindastoll 0062 webkarfa hottur tindastoll 0070 webkarfa hottur tindastoll 0076 webkarfa hottur tindastoll 0078 webkarfa hottur tindastoll 0082 webkarfa hottur tindastoll 0088 webkarfa hottur tindastoll 0099 webkarfa hottur tindastoll 0102 web
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.