Einherjamenn hlupu frá Mývatni og heim

einherji myvatnshlaup lystMeistaraflokkur Einherja í knattspyrnu hljóp í gær 132 km leið frá Mývatni og heim til Vopnafjarðar. Hlaupið var fjáröflun fyrir félagið sem keppir í þriðju deild karla í sumar.

„Hugmyndin kom þegar við vorum að velta fyrir okkur mögulegum fjáröflunum," segir þjálfarinn Víglundur Páll Einarsson um tildrög ferðarinnar.

Hópurinn fór í fyrirtæki og hús á Vopnafirði auk þess að nota Facebook til að ná til þeirra sem fjær voru. Í kassann komu á milli sjö og átta hundruð þúsund krónur.

„Stuðningur Vopnfirðinga, brottflutta Vopnfirðinga, stuðningsmanna og fjölskyldu og vina hefur verið hreint út sagt stórkostlegur og erum við ótrúlega þakklátir," segir Víglundur.

Hlaupið hófst við Mývatn klukkan ellefu í gærmorgun og tók ferðin um sjö og hálfan tíma. „Aðstæður voru erfiðar: mikill mótvindur, rigning og fljúgandi hálka. Við vorum hins vegar vel skóaðir og allir með hlaupagorma eða brodda."

Tólf leikmenn tóku þátt í hlaupinu og skiptust þeir á að hlaup á 5 km fresti. Sú vegalengd styttist hins vegar í lokin þegar menn voru teknir að þreytast.

„Þessir drengir eru auðvitað alveg magnaðir. Ég hugsa að hver og einn hafi verið að hlaupa á milli 10 og 20 km. Það skiptir engu máli hvað þeir eru beðnir um að gera. Þeir gera það þegjandi og hljóðalaust og vel."

Einherji sigraði í fjórðu deild í sumar og spilar í þriðju deild næsta sumar. Því fylgir umtalsverður kostnaður við ferðir.

Hópurinn ferðbúinn við Mývatn í gærmorgun. Mynd: Víglundur Páll Einarsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.